Fríríkið Kevidía
2009

Samstarfsverkefni með Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.

Í Kevidíu lifa allir sem kóngar, þar ráða allir jafn miklu og gleðin er alltaf við völd. Í Kevidíu er ekki bara nammidagur á laugardögum og þar er ávallt gott veður. Allir þekktir gjaldmiðlar eru verðlausir í Kevidíu en með því að gefa af sjálfum sér má græða ýmislegt.

Fríríkið Kevidía var stofnað í Kaffistofu, nemendagalleríi föstudagskvöldið 1. maí 2009 og leið undir lok síðar sama kvöld. Með því að búa til listaverk, fremja gjörninga, syngja eða dansa gátu gestir unnið sér inn gjaldmiðil sem síðan mátti skipta upp í veitingar, kórónur og fleira.